Landbúnaðarráð

103. fundur 10. mars 2016 kl. 08:15 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
 • Ottó B Jakobsson Varamaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnsteinn Þorgilsson situr ekki sem nefndarmaður undir fyrsta lið vegna vanhæfis og í hans stað mætti Ottó B Jakobsson.
Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar.

1.Refa og minkaeyðing 2016

Málsnúmer 201602061Vakta málsnúmer

Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu.

Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.

Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.

Vetrarveitt dýr kr. 9.000

Grenjadýr kr. 14.000

Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500

Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30
Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55.

2.Göngur og réttir 2016

Málsnúmer 201603054Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2016.
Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 9. til 11. september og seinni göngur í öllum deildum tveimur vikum síðar eða um helgina 23. til 25 september.Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 30. september og 1. október

3.Ósk um breytingu á gangnadögum haustið 2016

Málsnúmer 201603056Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 8. mars 2016 óskar Zophonías Jónmundsson eftir leyfi til að fara í fyrstu göngur vikur fyrr eða 3.-4. september 2016.
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 3. og 4. september 2016, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías hafi samráð við næstliggjandi gangnasvæði um fyrirkomulag á göngum 3.-4. og 9.-11. september.

Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 23.-25. september 2016.

4.Stofnun fjallskilasjóðs í Árskógsdeild

Málsnúmer 201603052Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.
Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum.

Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins.

5.Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á fjallgirðingu á Árskógsströnd.

Málsnúmer 201603053Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu.
Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu.

Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er.
Samþykkt með fjórum atkvæðum,Jón Þórarinsson situr hjá.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
 • Ottó B Jakobsson Varamaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs