Stofnun fjallskilasjóðs í Árskógsdeild

Málsnúmer 201603052

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 103. fundur - 10.03.2016

Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.
Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum.

Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 772. fundur - 31.03.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Freyr Antonsson, varaformaður landbúnaðarráðs, kl. 13:00.



Á 103. fundi landbúnaðarráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.

Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum. Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:

Tillaga að fjallskilagjaldi vegna fjallgirðingar.

Tillögur fulltrúa landeigenda á Árskógsströnd um stofnun fjallgirðingarsjóðs, bréf dagsett þann 6. mars 2016.

Drög að erindisbréfi fyrir fjallskiladeild Árskógsdeildar.

Minnisblað sveitarstjóra um fjallgirðingar og fjallgirðingarsjóð.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita vilyrði fyrir stofnun fjallgirðingarsjóðs fyrir Árskógsdeild.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að landbúnaðarráð hafi umsjón með sjóðnum og úthlutun úr honum.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggi fyrir endurskoðuð drög að erindisbréfi fyrir landbúnaðarráð í samræmi við ofangreint.

Landbúnaðarráð - 104. fundur - 14.04.2016

Til kynningar endurskoðað erindisbréf fyrir fjallskilanefnd Árskógsdeildeildar. Lagt er til að fjallgirðingarsjóður verði að hluta til í umsjá fjallskilanefndar Árskógsdeildar.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið með þeim áorðnu breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að ræða við eiganda að Hálsi hvað varðar girðingarmál í Árskógsdeild.