Landbúnaðarráð

81. fundur 12. júní 2013 kl. 13:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjallgirðingar,afréttir og ástand gróðurs/skepnhalds 2013

Málsnúmer 201306019Vakta málsnúmer

Til umræði ástand fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð og fyrihugaðar viðgerðir og framkvæmdir. Einnig ástand gróðurs og skepnuhalds í sveitarfélaginu.
Á fundinn mættu
Fjallskilastjórar hverra deildar fyrir sig mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ástandi gróðurs og girðinga í sveitarfélaginu.Fyrir liggur að ástand fjallgirðinga er mjög slæmt.Allt bendir til þess að ekki sé hægt að sleppa á afréttir sveitarfélagsins fyrr en undir mánaðarmót júní/júlí, sem yrði þá mánuði seinna en í venjulegu árferði. Ráðið bendir á að einnig gæti komið til einhverra takmarkana á sleppingu hrossa á afréttir.Landbúnaðarráð ákveður að senda ráðherra atvinnu-og nýsköpunar áskorun um að brugðist verði skjótt við vegna óvenjulegs áferðis. Miklar umræður urðu um þetta málefni og ákveðið að fylgja málinu vel eftir.

2.Umsókn um beitarland

Málsnúmer 201305094Vakta málsnúmer

Anton Hallgrímsson kt. 040166-5219 óskar eftir beitilandi til afnota fyrir fimm hross.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að útbúa samning um leigu landsins.

3.Umsókn um beitarland

Málsnúmer 201305092Vakta málsnúmer

Sveinbjörn J Hjörleifsson kt. 291056-3269 óskar eftir beitilandi fyrir hross.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að útbúa samning um leigu landsins.

4.Ósk um breytingu á gangnadögum í Dalvíkurdeild haustið 2013.

Málsnúmer 201305093Vakta málsnúmer

Þorleifur Kristinn Karlsson kt. 220563-4729 bóndi á Hóli óskar eftir breytingu á gangnadögum haustið 2013.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina.

5.Ný búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar 2013

Málsnúmer 201306029Vakta málsnúmer

Ný búfjársamþykkt Dalvíkurbyggðar sem fengið hefur staðfestingu Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytisins lögð fram til kynningar
Landbúnaðarráð fagna gildistöku nýrrar búfjársamþykktar og felur byggingarfulltrúa að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

6.Reglur og gjaldskrár vegna katta og hundahalds í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201306028Vakta málsnúmer

Nýjar reglur og gjaldskrá vegna katta og hundahalds í Dalvíkurbyggð og framfylgt þeirra.
Landbúnaðarráð leggur til að fundið verði hentugt húsnæði og ákveðin starfsmaður verði fengin til að sinna kvörtunum vegna katta og hundahalds.

7.Ósk um þáttöku sveitarfélagsins við lagfæringu á girðingarstæði

Málsnúmer 201306026Vakta málsnúmer

Zophonías Ingi Jónmundsson kt. 101051-2699 óskar með rafbréfi dagsettu 10 júní 2013 eftir þátttöku sveitarfélagsins í lagfæringu á girðingarstæði milli Hrafnsstaða og Ytra-Holts á 140 metra kafla.
Landbúnaðarráð telur sér ekki fært að verða við þessari beiðni þar sem ástand girðinga almennt í sveitarfélaginu er með allra versta móti. 

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201305013Vakta málsnúmer

Upplýsingar birtar á fundinum.
Erindi frá Mast fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs