Fjallgirðingar,afréttir og ástand gróðurs/skepnhalds 2013

Málsnúmer 201306019

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 81. fundur - 12.06.2013

Til umræði ástand fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð og fyrihugaðar viðgerðir og framkvæmdir. Einnig ástand gróðurs og skepnuhalds í sveitarfélaginu.
Á fundinn mættu
Fjallskilastjórar hverra deildar fyrir sig mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ástandi gróðurs og girðinga í sveitarfélaginu.Fyrir liggur að ástand fjallgirðinga er mjög slæmt.Allt bendir til þess að ekki sé hægt að sleppa á afréttir sveitarfélagsins fyrr en undir mánaðarmót júní/júlí, sem yrði þá mánuði seinna en í venjulegu árferði. Ráðið bendir á að einnig gæti komið til einhverra takmarkana á sleppingu hrossa á afréttir.Landbúnaðarráð ákveður að senda ráðherra atvinnu-og nýsköpunar áskorun um að brugðist verði skjótt við vegna óvenjulegs áferðis. Miklar umræður urðu um þetta málefni og ákveðið að fylgja málinu vel eftir.