Íþrótta- og æskulýðsráð

31. fundur 06. desember 2011 kl. 08:15 - 10:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Tryggvi Guðmundsson boðaði forföll og Jón Halldórsson kom á fundinn hans í stað.

1.Reglur um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi

Málsnúmer 1106038Vakta málsnúmer

Unnin voru drög að reglum um notkun Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík undir aðra starfsemi en íþróttastarfsemi.
 

Afgreiðslu frestað.

2.Gjaldskrá vegna móta í íþróttahúsi

Málsnúmer 201110057Vakta málsnúmer

Unnið var að reglum og gjaldskrá um mótahald í íþróttamiðstöðinni á Dalvík.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar sem unnið var að á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.Styrkbeiðni vegna Boccia-keppnisferðar til Vestmannaeyja

Málsnúmer 1109180Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Þorsteini Stefánssyni þar sem hann óskar eftir fjárstyrk vegna keppnisferðar til Vestmannaeyja.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem það uppfyllir ekki reglur afreks- og styrktarsjóðs en óskar Þorsteini velfarnaðar við íþróttaiðkun sína.

4.Tillögur frá 47. sambandsþingi Ungmennafélags íslands.

Málsnúmer 201112003Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur sem samþykktar voru á 47. fundi Ungmennafélags Íslands.
 

Lagt fram.

5.Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu

Málsnúmer 1109070Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir beiðni frá Hestamannafélaginu Hringi sem var til umfjöllunar á 30. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem það uppfyllir ekki reglur afreks- og styrktarsjóðs. Íþrótta- og æskulýðsráð ætlar á nýju ári að skoða hvort það hafi möguleika að koma til móts við kostnað  íþróttafélaga við dansleikjahald.

6.Önnur mál

Málsnúmer 201110108Vakta málsnúmer

 

a) Hátíðarfundur

 

Farið var yfir fyrirkomulag hátíðarfundarins sem verður haldinn í Bergi 29. desember nk. klukkan 17:00.

 

b) Öldungur

 

Tekið var fyrir erindi frá mótstjórn Öldungs 2012 þar sem lagt er fram tilboð vegna nýtingar á íþróttamiðstöðinni á Dalvík.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tilboðið enda er það í takt við þær reglur sem samþykktar voru í öðrum liði fundarins.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs