Reglur um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi

Málsnúmer 1106038

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 31. fundur - 06.12.2011

Unnin voru drög að reglum um notkun Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík undir aðra starfsemi en íþróttastarfsemi.
 

Afgreiðslu frestað.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Lögð voru fram drög að reglum um nýtingu á íþróttamiðstöðinni fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði. Umræða varð um reglurnar og felur ráðið íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna reglurnar áfram á svipuðum nótum.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 34. fundur - 06.03.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áframhaldandi vinnu vegna reglna um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi. Helsta breytingin frá fyrri umræðu er gjaldskrá sem komin er inn í reglurnar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.