Íþrótta- og æskulýðsráð

141. fundur 04. október 2022 kl. 08:15 - 09:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Kristín Kjartansdóttir boðaði forföll. Ekki kom varamaður í hennar stað.
Gísli Bjarnason vék af fundi undir þessum lið kl. 8:16

1.Samningur um afnot GHD af Víkurröst

Málsnúmer 202209130Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
Gísli Bjarnason kom aftur inn á fundinn kl. 8:30

2.Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

3.Akstur í félagsmiðstöð

Málsnúmer 202209132Vakta málsnúmer

Á aðalfundi foreldrafélags Dalvíkurskóla kom fyrispurn um akstur krakka af strönd og sveit í félagsmiðstöð. Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki svigrúm fjárhagslega að svo stöddu til að fara í slíkan akstur og leggur ekki til að haldið verði áfram með þetta mál.

4.Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um aðkomu að uppbyggingu heilsárs starfs

Málsnúmer 202206074Vakta málsnúmer

Búið að funda með forsvarsmönnum D/R þar sem óskað var eftir nákvæmari útlistun á starfinu sem hefur ekki borist.
Lagt fram til kynningar

5.Kvöldopnun í sundlaug

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Nú hefur bókasafnið auglýst kvöldopnanir einu sinni í mánuði á fimmtudögum. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna hvort hægt verði að hafa sundlaugina opna til kl. 22:00 einu sinni í mánuði.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi