Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um aðkomu að uppbyggingu heilsárs starfs

Málsnúmer 202206074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Knattspyrnudeild Dalvikur óskar hér með eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar að uppbyggingu heilsárs starfs (100%) í kringum knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð og að það komist inn í fjárhagsáætlun 2023. Eins sé mikilvægt að endurskoðun eigi sér stað að aðkomu Dalvíkurbyggðar og íþróttafélaga í sveitarfélaginu að UMSE, þessi mál ættu að vera skoðuð í samhengi, að mati knattspyrnudeildarinnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Magni vék af fundi kl. 9:05 undir þessum lið vegna vanhæfis.
Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Knattspyrnudeild Dalvikur óskar hér með eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar að uppbyggingu heilsárs starfs (100%) í kringum knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð og að það komist inn í fjárhagsáætlun 2023. Eins sé mikilvægt að endurskoðun eigi sér stað að aðkomu Dalvíkurbyggðar og íþróttafélaga í sveitarfélaginu að UMSE, þessi mál ættu að vera skoðuð í samhengi, að mati knattspyrnudeildarinnar.
Samþykkt með 5 atkvæðum að fá Sviðsstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að funda með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar UMFS fyrir næsta fund ráðsins.
Magni kom aftur inn á fundinn kl. 9:20

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Rætt um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskuýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að sett verði upp 4 ára áætlun vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 141. fundur - 04.10.2022

Búið að funda með forsvarsmönnum D/R þar sem óskað var eftir nákvæmari útlistun á starfinu sem hefur ekki borist.
Lagt fram til kynningar