Félagsmálaráð

276. fundur 13. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402045Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202402045

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs lagði fram mánaðarlegar skýrslur félagsmálasviðs til upplýsingar og yfirferðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Til umsagnar 629. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202402001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 31.janúar 2024 frá Velferðarnefnd Alþingis. Sent var til umsagnar 629.mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur) þar sem óskar er eftir að umsögn berist eigi síðar en 14.febrúar nk ef einhverjar eru.
Lagt fram til kynningar.

4.Öldrunarfræðafélag Íslands - boð í afmæli

Málsnúmer 202402043Vakta málsnúmer

Lagt fram rafrænt boð á afmælismálþing hjá Öldrunarfræðafélagi Íslands. Öldrunarfræðafélag Íslands fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu fimmtudaginn 22.febrúar kl 13:00 í safnarðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Aðgnangur er ókeypis en fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig þannig að til verði nægilegt magn af afmælisköku fyrir alla. Meðfylgjandi rafpóstinum fylgdi dagskrá afmælismálsþingsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir stöðuna á verkefninu Gott að eldast sem Dalvíkurbyggð er þátttakandi í ásamt HSN og dvalarheimilinu Dalbæ.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi