Gott að eldast - staða mála

Málsnúmer 202310036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:19.

Í fréttatilkynningu frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Heilbrigðisráðuneytinu þann 10. október sl. kom fram að Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Dalvíkurbyggð voru valin til þátttöku í þróunarverkefninu "Gott að eldast" um samþætta heimaþjónustu. Markmið aðgerðarinnar verði að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim samkvæmt faglegu mati.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/10/-Gott-ad-eldast-Sex-heilbrigdisstofnanir-og-22-sveitarfelog-taka-thatt-i-throunarverkefnum/


Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir framvindu verkefnisins í samstarfi við HSN og Dalbæ.

Eyrún vék af fundi kl. 13:49.
Byggðaráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 276. fundur - 13.02.2024

Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir stöðuna á verkefninu Gott að eldast sem Dalvíkurbyggð er þátttakandi í ásamt HSN og dvalarheimilinu Dalbæ.
Lagt fram til kynningar.