Félagsmálaráð

275. fundur 09. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Kristinsdóttir Formaður félagsmálaráðs
Dagskrá
Nimnual Khakhlong boðaði forföll og varamaður komst ekki í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202312072Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - nr. 202312072

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Jólaaðstoð 2023

Málsnúmer 202312021Vakta málsnúmer

Trúnðaðarmál - 202312021

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401041Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202401041

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309122Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202309122

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Styrkbeiðni Samtök um kvennaathvarf

Málsnúmer 202312053Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 18.12.2023 frá Kvennaathvarfinu. Í ágúst 2020 opnuðu Samtök um kvennaathvarf neyðarathvarf á Akureyri sem ætlar er konum og börnum þeirra, sem þurfa að flýja af heimili sínu sökum ofbeldis. Þjónusta athvarfsins á Akureyri hefur hingað til verið skertari en í athvarfinu í Reykjavík, þá aðallega styttri viðvera starfskvenna. Með aukinni aðsókn kvenna og barna komst stjórn Samtaka um kvennaathvarf að þeirri niðurstöðu að ekki væri forsvaranlegt að halda áfram rekstri í óbreyttri mynd. Frá upphafi hefur rekstur athvarfsins á Norðurlandi komið að lang mestu leyti úr sjóðum Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst var að sá sjóður myndi ekki getað staðið undir rekstrinum á Akureyri miðað við það þjónustu-stig sem stjórn Samtaka um Kvennaathvarf mat sem öruggt og viðunandi.

Í september s.l. hlutu Samtök um kvennaathvarf styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti ætlað sérstaklega fyrir rekstur athvarfs á Akureyri og með mótframlagi frá Samtökum um kvennaathvarf hefur viðunandi þjónusta nú verið fest í sessi. Hér má sjá áætlaðan kostnað vegna reksturs Kvennaathvarfs á Akureyri fyrir árið 2024, miðað við það þjónustustig sem við nú bjóðum uppá:
Launakostnaður 30,5 mkr.
Húsnæðiskostnaður 2,8 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 1,2 mkr.
Samtals 34,5 mkr.

Kvennaathvarf á Akureyri er rekið í nánu samstarfi við þjónustuaðila á svæðinu, s.s. Bjarmahlíð,Aflið, lögregluna og barnavernd Akureyrarbæjar en slíkt samstarf tryggir betri þjónustu og utanumhald um þolendur ofbeldis. Það er von okkar að sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í að tryggja framboð á þessari gríðarlega mikilvægu þjónustu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf óskar Kvennaathvarfið hér með eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra
til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2024, alls 2,8 milljónir króna.
Samkvæmt sundurliðun á húsaleigu fyrir hvert sveitarfélag í Eyjafirði yrði hlutur Dalvikurbyggðar 5.88% af leigunni eða 164.502 kr.
Félagsmálaráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að greiða styrk að upphæð 165.000 til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Tekið af lið 02-80-4995

6.Samningur um dagþjónustu 2023-2024

Málsnúmer 202311075Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög að samningi við Dalbæ, heimili aldraðra vegna félagsstarfs við eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Gerð er tillaga til eins árs vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Gott að eldast. Gert er ráð fyrir félagsstarfi 3x í viku þar sem lögð er áhersla á handavinnugerð en einnig var gert ráð fyrir dreifingu matarbakka um helgar og á rauðum dögum frá Dalbæ. Stjórn Dalbæjar samþykkti þann hluta samningssins sem snýr að félagsstarfinu en vill skoða frekari útfærslu varðandi matarbakka um helgar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að ræða við stjórn Dalbæjar um frekari útfærslu varðandi matarbakka um helgar fyrir eldri borgara Dalvíkurbyggðar.

7.Til umsagnar 497. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311121Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 24.11.2023 frá Velferðarsviði Alþingis. Sent var til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
Lagt fram til kynningar

8.Skilaboð til sveitarfélaga - íslykill

Málsnúmer 202312001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 29.11.2023 frá Þroskahjálp. Þar er bent á að ekki verður hægt að nota Íslykill eftir áramótin. En með íslyklinum hefur fatlað fólk sem ekki fær rafræn skilríki getað notað hluta rafrænnar þjónustu, þó hann veiti ekki aðgang að allri opinberri þjónustu á netinu. Samtökin Þroskahjálp hefur barist fyrir því að þessri ákvörðun verði seinkað vegna þeirra hindrana sem fatlað fólk stendur frammi fyrir í stafrænum heimi. Þá vilja Landssamtökin Þroskahjálp segja frá því að vinna stendur yfir við að bæta aðgengi að rafrænum skilríkjum, útvíkka umboðsmannakerfi, og við fleiri úrbætur í stafrænum heimi. Þar eiga fulltrúar ráðuneyta sæti, Embætti Landlæknis, Samtök fjármálafyrirtækja, Stafrænt Ísland, Auðkenni, ÖBÍ og Þroskahjálp. Þroskahjálp hefur árum saman kallað eftir að slík nefnd, þvert á ráðuneyti taki til starfa, og leggur kapp á að vinnan verði til þess að auka aðgengi og réttindi fatlaðs fólks í stafrænum heimi.
Lagt fram til kynningar

9.Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks birt í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202311051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 10.11.2023 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem hefur birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda á island.is. Grænbókin er unnin í breiðu samráði við helstu haghafa. Markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og greina helstu áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn fyrir framtíðarstefnumótun í málaflokknum og stöðumatið verður nýtt til að mæla árangur tilvonandi stefnu.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Kristinsdóttir Formaður félagsmálaráðs