Frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu; Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks birt í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202311051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 10. nóvember sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur nú birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda á island.is. Grænbók er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en nú er unnið að fyrstu heildarstefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi.

Grænbókin er unnin í breiðu samráði við helstu haghafa en samráðið hófst í janúar 2023. Markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og greina helstu áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðarstefnumótun í málaflokknum og stöðumatið verður nýtt til að mæla árangur tilvonandi stefnu.
Grænbókin er fyrst birt á íslensku en áætlað er að ensk og pólsk þýðing komi í samráðsgátt þann 20. nóvember næstkomandi. Opið er fyrir umsagnir um grænbók til 8. desember og er mælst til þess að umsagnir berist annað hvort á íslensku eða ensku. Þau sem ekki treysta sér til að skila inn umsögn á öðru hvoru tungumálinu er bent á að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti á frn@frn.is

Með þessu erindi eru sveitarfélög landsins hvött til að kynna sér vel efni grænbókar í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 275. fundur - 09.01.2024

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 10.11.2023 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem hefur birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda á island.is. Grænbókin er unnin í breiðu samráði við helstu haghafa. Markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og greina helstu áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn fyrir framtíðarstefnumótun í málaflokknum og stöðumatið verður nýtt til að mæla árangur tilvonandi stefnu.
Lagt fram til kynningar