Byggðaráð

684. fundur 05. desember 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun.

Málsnúmer 201312003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 12. nóvember 2013, þar sem minnt er á að sveitarstjórnir að aflokinni umræðu á tveimur fundum eiga að hafa afgreitt fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára fyrir 15. desember n.k.

Minnt er einnig á samkomulag innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands um skil á fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára til Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá innanríkisráðuneytinu; Varðar endurskoðun sveitarfélaga.

Málsnúmer 201311290Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 25. nóvember 2013, þar sem upplýst er um bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til endurskoðenda sem höfðu með höndum endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2012. Meðfylgjandi er ljósrit af bréfi nefndarinnar til upplýsingar fyrir sveitarstjórnir.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Eyþingi; 249. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201311078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 249. fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. nóvember 2013.
Lagt fram.

4.Frá Moltu; Samkomulag Moltu og kröfuhafa.

Málsnúmer 201311263Vakta málsnúmer

Á 683. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:
Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórnarmanni Moltu ehf., dagsettur þann 16. nóvember 2013, er varðar samkomulag vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Moltu ehf. ásamt fylgigögnum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá forsvarsmenn Moltu á fund byggðarráðs.

Á fund byggðarráðs kom Eiríkur Haukur Hauksson, stjórnarformaður Flokkunar og stjórnarmaður í Moltu, fyrir hönd Moltu ehf. til þess að fara yfir ofangreint.

Eiríkur Haukur vék af fundi kl. 9:45.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum aukningu hlutafjár í Flokkun Eyjafjörður ehf. að nafnvirði kr. 4.544.047.  

5.Fjárhagsáætlun 2013; beiðnir um viðauka.

Málsnúmer 201312009Vakta málsnúmer

Á 681. fundi byggðarráðs þann 7. nóvember s.l. var kynnt stöðumat stjórnenda hvað varðar starfs- og fjárhgsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 fyrir janúar - september.

Byggðarráð samþykkti að beiðnir um viðauka skv. stöðumati stjórnenda verði skoðaðar í heild sinni síðar á árinu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu erindi frá sviðsstjórum er varðar beiðnir um viðauka við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti ofangreindar beiðnir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka.  Á næsta fundi byggðarráðs verður lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan  2013 með viðaukum.Valdís vék af fundi kl. 10:25 til annarra starfa.

6.Frá sveitarstjóra; Aukaársþing SSNV vegna málefna fatlaðs fólks.

Málsnúmer 201312014Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði byggðarráði grein fyrir auka ársþingi SSNV vegna málefna fatlaðs fólks en fundurinn er í dag á Sauðárkróki.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs