Frá Moltu ehf., Samkomulag Moltu og kröfuhafa

Málsnúmer 201311263

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 683. fundur - 28.11.2013

Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra Moltu ehf., dagsettur þann 16. nóvember 2013, er varðar samkomulag vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Moltu ehf. ásamt fylgigögnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með  2 atkvæðum að fá forsvarsmenn Moltu á fund byggðarráðs.

Byggðaráð - 684. fundur - 05.12.2013

Á 683. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:
Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórnarmanni Moltu ehf., dagsettur þann 16. nóvember 2013, er varðar samkomulag vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Moltu ehf. ásamt fylgigögnum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá forsvarsmenn Moltu á fund byggðarráðs.

Á fund byggðarráðs kom Eiríkur Haukur Hauksson, stjórnarformaður Flokkunar og stjórnarmaður í Moltu, fyrir hönd Moltu ehf. til þess að fara yfir ofangreint.

Eiríkur Haukur vék af fundi kl. 9:45.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum aukningu hlutafjár í Flokkun Eyjafjörður ehf. að nafnvirði kr. 4.544.047.