Byggðaráð

714. fundur 23. október 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Gittu Unn Ármannsdóttur og Jónasi Leifssyni; Syðri-Hagi; Beiðni um riftun samnings vegna um jarðhitaréttindi.

Málsnúmer 201409067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 8:15.

Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá sveitarstjóra, dagsettur þann 9. september 2014 þar sem fram kemur að Gitta Unn Ármannsdóttir og Jónas Leifsson, Syðri-Haga, hafa óskað eftir riftun á samningi um jarðhitaréttindi á þeim forsendum að hann sé orðinn meira en 18 ára gamall og hefur ekki komist í framkvæmd.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi með afrit af umræddum samningi.
Með vísan til þess að byggðarráði var ekki kunnugt um ofangreindan samning þar sem hann er ekki til í skjalasafni Dalvíkurbyggðar samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að kanna hvort fleiri sambærilegir samningar séu til. Málið verði síðan afgreitt þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að hann hafi falið sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvort það væru til fleiri slíkir þinglýstir samningar um jarðhitaréttindi en niðurstaðan var að svo er ekki.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu byggðarráði grein fyrir upplýsingafundi sínum með forsvarsmönnum Norðurorku, 21. október s.l., er varðar jarðhitaréttindi við Syðri-Haga, Ytri-Vík, Sólbakka og Víkurbakka og samningaviðræður Norðurorku hf. við landeigendur. Norðurorka hefur verið í formlegum viðræðum við ofangreinda landeigendur síðan í byrjun árs 2013.

Þorsteinn vék af fundi kl. 08:35.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.
Varamaður Kristján Guðmundssonar boðaði forföll undir þessum lið.

2.Frá Hagstofu Íslands; Beiðni um athugasemdir vegna skiptingar landsins í 40 talningasvæði.

Málsnúmer 201410144Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:46.

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands, bréf dagsett þann 14. október 2014, þar sem kynnt er tillaga í meðfylgjandi minnisblaði um skiptingu manntalsins 2011 í 40 talningarsvæði. Ef Dalvíkurbyggð hefur athugasemdir eða ábendingar við þessa landfræðilegu skiptingu á manntalsefninu er óskað eftir að þær berist fyrir 7. nóvember n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð hefur ekki athugasemdir og/eða ábendingar hvað ofangreint varðar.

3.Frá forsætisráðuneytinu; Upplýsingar um framkvæmd verðhækkana.

Málsnúmer 201410092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 10. október 2014, þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd verðhækkana. Markmið með þessu erindi er að afla upplýsinga um hvernig staðið sé að verðhækkunum á opinberum gjaldskrám og þjónustusamningum og hvernig þær verðbreytingar eru ákvarðaðar. Sérstök nefnd hefur verið starfandi frá 9. júlí s.l. er fjallar um ofangreint og óskar hún svara eigi síðar en 30. október n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara ofangreindu erindi.

4.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu drög að frumvarpi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2015-2018 og helstu niðurstöður.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 820. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 820. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. október s.l.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs