Byggðaráð

745. fundur 10. september 2015 kl. 13:00 - 15:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og Heiða Hilmarsdóttir, varamaður,mætti í hans stað.

1.Frá umhverfis- og tæknisviði; Útboð á sorphirðu 2015 - greinargerð um kostnaðaráætlun vs. niðurstöður útboðs.

Málsnúmer 201501055Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 09:11. Tvö tilboð bárust í sorpútboð 2015 frá Gámaþjónustu Norðurlands og Íslenska Gámafélaginu. Lægra tilboðið reyndist vera frá GN og lagt er til að veita sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs heimild til að ganga til samninga við GN um sorphirðu. Tilboð frá Gámaþjónustu Norðurlands er kr. 178.652.940. Tilboð frá Íslenska Gámafélaginu er kr. 179.610.000. Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 09:43.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu, þ.e. að gengið verði til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands á grundvelli tilboðs."



Börkur Þór kynnti fyrir byggðaráði upplýsingar frá EFLU verkfræðistofu varðandi kostnaðaráætlun vegna útboðs sorphirðu í Dalvíkurbyggð og þjónustu við endurvinnslustöð 2015-2020, en kostnaðaráætlunin var kr. 133.136.000.

Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 13:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Frá veitu- og hafnasviði; Fjárhags- og starfsáætlun 2016 - fyrirspurn um gjaldskrárhækkanir.

Málsnúmer 201508034Vakta málsnúmer

Á 36. fundi veitu- og hafnasviðs þann 2. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundinum voru kynntar tillögur að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í þeim er gert ráð fyrir að þær taki breytingum byggingarvísitölu frá 1. september 2014 til 1. september 2015 samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá árinu 2014. Að auki voru kynnt ýmis vinnugögn sem tengjast vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.



Veitu-og hafnaráð vekur athygli á því að byggingarvísitala hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Að framansögðu varpar þeirri fyrirspurn til byggðarráðs hvort fara eigi eftir þeirri forskrift sem samþykkt var á síðasta ári hvað varðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins. "



Samkvæmt forsendum með fjárhagsáætlun 2016-2019 liggur fyrir sú ákvörðun byggðaráðs að hækka skal allar tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2016 samkvæmt vísitölum nema að annað sé ákveðið.



Upplýst var á fundinum að á 37. fundi byggðaráðs þann 9. september 2015 samþykkti veitu- og hafnaráð tillögur að gjaldskrám fyrir vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu með vísitöluhækkunum í samræmi við þær leiðbeiningar sem sveitarstjórn og byggðaráð hefur áður samþykkt.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá velferðarráðuneytinu; Móttaka flóttafólks og sveitarfélög.

Málsnúmer 201509018Vakta málsnúmer

Á 190. fundi félagsmálaráðs þann 8. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"7. 201509018 - Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 1. september 2015 frá Velferðarráðuneytinu. Í erindi ráðuneytisins segir að málefni flóttafólks hafi verið áberandi síðustu daga og vikur og hefur fjöldi sveitarfélaga lýst yfir í fjölmiðlum áhuga á að kanna forsendur þess að taka á móti flóttafólki. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni ríkis, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands. Flóttamannanefnd starfar samkvæmt viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um mótttöku og aðstoð við hóp flóttafólks. Við val á sveitarfélögum skal taka mið af aðstæðum öllum, þar með talið félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, atvinnuástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum á húsnæði og öðru sem eftir atvikum skiptir máli hverju sinni. Enn fremur skal flóttafólki tryggð heilbrigðisþjónusta, íslenskukennsla og samfélagsfræðsla. Velferðarráðuneytið óskar því eftir upplýsingum um áhuga sveitarfélaganna við að taka á móti flóttafólki.





Félagsmálaráð telur afar brýnt að staðið sé mjög vel að mótttöku flóttamanna. Til þess að aðlögun þeirra í samfélaginu gangi vel þarf öll grunn- og stoðþjónusta að vera til staðar og hefur ráðið meðal annars áhyggjur af húsnæði, atvinnumálum, túlka- og sálfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu sem þarf að vera til staðar. "



Til umræðu ofangreint.



Lagt fram til kynningar.

4.Frá forsætisráðuneytinu; Lög um verndarsvæði í byggð - innleiðing.

Málsnúmer 201509061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. september 2015, þar sem fram kemur að síðast liðið vor samþykkti Alþingi lög um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Er lögunum ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggða sem hafa sögulegt gildi og ná þau til þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Í ljósi þess að sveitarfélögum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum boða forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands til kynningarfunda um hin nýsamþykktu lög víða um landið og er meðal annars fundur á Akureyri 16. september n.k. kl. 9:00.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóri sendir ofangreint á kjörna fulltrúa í menningaráði og umhverfisráði til upplýsingar.

5.Úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga. Tillaga frá KPMG.

Málsnúmer 201507012Vakta málsnúmer

Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Breytingar hafa verið gerðar á hitaveitumálum þannig að nú er greitt orkugjald í stað rúmmetragjalds. Lagt er til að tekið verði saman áhrif þessa fyrir notendur Hitaveitu Dalvíkur. Skoðað verði hver hitaveitugjöldin eru í samanburði við önnur sveitarfélög. Einnig er lagt til að gerður verði samanburður á því hvað kostar að búa í Dalvíkurbyggð miðað við önnur sveitarfélög og hvert þjónustustigið er t.d. útgjöld til íþróttamál og fleira. Farið verði ofan í saumana á öllum gjöldum s.s. útsvari, fasteignagjöldum, lóðarleigu, veitugjöldum, sorphirðugjöldum, ÆskuRækt o.fl.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja ofangreinda vinnu af stað í samræmi við umræður á fundinum en ætlunin er að nota þessa upplýsingar í vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá KPMG drög að lýsingu vegna mögulegs verkefnis ; úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, skipt í tvo áfanga og annars vegar unnið á tímabilinu september 2015 - október 2015 og hins vegar frá október 2015 til mars 2016. Kostnaður við áfanga eitt er áætlaður kr. 700.000 - kr. 1.000.000 án vsk og kostnaður við áfanga tvö er áætlaður kr. 1.900.000 til kr. 2.900.000 án vsk.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1.

6.Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

Málsnúmer 201509068Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:04.



Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. september 2015, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. Ráðuneytið hvetur sveitarstjórnarmenn að kynna sér innihald reglugerða um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa, frá 3. júlí 2015.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðarkvóta fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.



Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:14.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.