Frá forsætisráðuneytinu; Lög um verndarsvæði í byggð - innleiðing.

Málsnúmer 201509061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 745. fundur - 10.09.2015

Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. september 2015, þar sem fram kemur að síðast liðið vor samþykkti Alþingi lög um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Er lögunum ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggða sem hafa sögulegt gildi og ná þau til þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Í ljósi þess að sveitarfélögum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum boða forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands til kynningarfunda um hin nýsamþykktu lög víða um landið og er meðal annars fundur á Akureyri 16. september n.k. kl. 9:00.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóri sendir ofangreint á kjörna fulltrúa í menningaráði og umhverfisráði til upplýsingar.