Byggðaráð

1065. fundur 18. apríl 2023 kl. 13:15 - 14:47 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022 og endurskoðun

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15:
Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG.

Aðalmenn úr sveitarstjórn:
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45,

Sviðsstjórar fagsviða:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.



Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07.
Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09.


Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk.

2.Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var til umfjöllunar undirrituð viljayfirlýsing á milli Dalvikurbyggðar og Ektabaða. Fram kom að á grundvelli ofangreindrar viljayfirlýsingar er búið að ganga frá og undirrita lóðarleigusamninga um tjaldsvæðis-, atvinnu- og ferðaþjónustulóð, landnúmer L235493, og um byggingalóð, landnúmer L235494. Til umræðu voru næstu skref og byggðaráð fól sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Ektabaða ehf.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við forsvarsmenn Ektabaða ehf. og kynnti drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. um afhendingu á heitu vatni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 14:47.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs