Byggðaráð

1035. fundur 25. ágúst 2022 kl. 13:15 - 17:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202208097Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202201057Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.14:09. og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:16.

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18. Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf. Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint."

Gert var grein fyrir fundi föstudaginn 19. ágúst sl. um ofangreint og þeim gögnum og upplýsingum sem liggja nú fyrir.

Friðrik og Gísli viku af fundi kl.14:48.
Frestað.

4.Ástand vega í framdölum Svarfaðardals

Málsnúmer 202208098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar hjá Vegagerðinni, kl. 14:30. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundinn áfram.

Til umræðu ástand vega í framdölum Svarfaðardals sem og ferlar og boðleiðir hvað varðar þjónustu og framkvæmdir Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð.

Heimir og Bjarni viku af fundi kl. 15:41.
Byggðaráð þakkar Heimi fyrir komuna og góða kynningu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisráði að fara yfir verklagsreglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.

5.Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 15:46.

Á 345. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 10. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu að sveitarstjórn taki fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu var frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um framvindu málsins sem sveitarstjóri gerði grein fyrir ásamt þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 4. mars sl., þar sem hjálögð eru samningsdrög vegna erindis til sveitarfélaga um samstarf við N4 og erindi frá SSNE, dagsett þann 24. febrúar sl., um samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í meðfylgjandi töflu er að finna tillögu um kostnaðarskiptingu sem lögð er fyrir sveitarfélögin. Samkvæmt tillögunni er hlutur Dalvíkurbyggðar í verkefninu 440.196 kr. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE. Byggðaráð gengur út frá að uppfærð samningsdrög komi til umfjöllunar byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE." Tekið fyrir nýtt erindi frá framkvæmdastjóra N4, rafpóstur dagsettur þann 3. maí sl., þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í stuðningi við þáttagerð í Að norðan fyrir kr. 500.000 hvert sveitarfélag á listanum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem Dalvíkurbyggð er nú þegar með sérsamning við N4 um afmörkuð verkefni.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að hafna ofangreindu erindi frá N4 þar sem Dalvíkurbyggð er nú þegar með sérsamning við N4 um afmörkuð verkefni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 22. ágúst sl, er varðar samningsdrög sveitarfélaganna innan SSNE við N4 frá Þórgnýr Dýrfjörð. Vísað er í fund 18. ágúst sl. þar sem niðurstaðan var að láta áfram reyna á sameiginlegan samning sveitarfélaganna við N4 og miða við að vsk. bætist við samningsfjárhæðina sem verður 6,2 m.kr. í stað 5 m.kr.. Jafnframt var rætt um kostnaðarskiptinguna og fram kom að þegar samningurinn var til umræðu síðast þá var miðað við tvöfalda kostnaðarskiptingu, 50% fast framlag og 50% framlag í samræmi við íbúafjölda. Þá var sett inn jöfnun til að bregðast við miklum frávikum í kostnað pr. íbúa. Gert er ráð fyrir að SSNE undirriti meðfylgjandi samningsdrög fyrir hönd sveitarfélaganna. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar yrði kr. 533.763.

Silja Dröfn vék af fundi kl. 16:00.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna aðild að ofangreindum samningi.

6.Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka vegna dælukaupa

Málsnúmer 202208081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 19. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til dælukaupa að upp hæð kr. 2.479.876 samkvæmt tilboði. Um er að ræða lausa dælu til vatnsöflunar úr nálægum vatnsbólum þegar vatnsveitu nýtur ekki við. Fram kemur að fullreynt er að viðhalda þeirri dælu sem hefur verið í notkun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.479.876 á lið 07210-2810 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá Innviðaráðuneytinu; Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Málsnúmer 202206090Vakta málsnúmer

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 30. júní 2022, þar sem fram koma athugasemdir við þennan stutta frest sem gefinn er til þess að svara erindinu.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir þær athugasemdir og mótmæli sem hafa komið fram vegna óskar innviðaráðuneytis um að nýkjörnar sveitarstjórnir veiti upplýsingar í grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins fyrir 11. júlí nk. Víða hafa ekki verið ráðnir nýir framkvæmdastjórar og eins eru margir nýir fulltrúar í sveitarstjórnum. Það ber ekki vott um góða stjórnsýsluhætti að innviðaráðuneytið setji sveitarstjórnum jafn þröngan tímaramma þegar svo háttar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamiklar og mikilvægar stefnur ríkisins og hér eru undir. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til ráðuneytisins að fresturinn verði framlengdur að minnsta kosti til 30. september þannig að tryggt verði að öllum sveitarstjórnum sé gefinn eðlilegur tímafrestur til svara."

Í rafpósti frá ráðuneytinu frá 7. júlí sl. þá var frestur veittur til 15. ágúst sl. í kjölfar fjölda áskorana. Dalvíkurbyggð fékk frest til að skila inn svörum við spurningalistanum, sem fylgir með fundarboði byggðaráðs, eftir fund byggðaráðs í dag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar að svörum við spurningalistanum.

8.Frá Þekkingarneti Þingeyinga; LOFTUM - Fræðsluáætlun um umhverfis- og loftslagsmál

Málsnúmer 202208066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þekkingarneti Þingeyinga, dagsettur þann 15. ágúst sl., þar sem fram kemur að Þekkingarnet Þingeyinga og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fengu síðastliðinn vetur styrk til að vinna að Fræðsluáætlun varðandi umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) á árinu 2022.
Meginmarkmið verkefnisins er að efla staðbundna þekkingu á Norðurlandi eystra á umhverfismálum með framkvæmd ítarlegrar greiningar á fræðsluþörf á svæðinu um loftslags- og umhverfismál og gerð fræðsluáætlunar. Gerð fræðsluáætlunar um loftslagsmál er einmitt meðal áhersluatriða úr sóknaráætlun landshlutans. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki með fullbúinni fræðsluáætlun um umhverfis- og loftslagsmál í mars 2023 og SSNE og/eða sveitarfélögin á svæðinu geti hrint henni í framkvæmd í kjölfarið. Hluti verkefnisins er að leggja fræðslugreiningu fyrir starfsfólk sveitarfélaganna, kjörna fulltrúa og fulltrúa í fastanefndum sveitarfélaganna. Við óskum hér með eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um fyrirlögn fræðslugreiningar sem áætlað er að verði send út á rafrænu formi í september. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð útvegi tengilið frá sveitarfélaginu sem vinnuhópurinn getur haft samskipti við um framkvæmdina. Hlutverk tengiliðarins er að áframsenda fræðslugreininguna á alla starfsmenn sveitarfélagsins, kjörna fulltrúa og nefndafólk og senda út áminningar um svörun í allt að þrjú skipti. Jafnframt er óskað eftir ákveðnum upplýsingum um sveitarfélagið vegna úrvinnslu upplýsinga (s.s. svarhlutfall og mótun fræðsluáætlunar) að lokinni fyrirlögn fræðslugreiningarinnar.

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir þátttöku í verkefninu, tilefningu tengiliðar og umbeðnar upplýsingar eigi síðar en 26. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu, að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði tengiliður og að fjármála - og stjórnsýslusvið svari þeim spurningum sem fram koma í erindinu.

9.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 þar sem fram koma tillögur að breytingum 47. gr. þannig að menningarráð verði endurvakið undir fræðslu- og menningarsviði með 3 fulltrúum og að til verði nýtt ráð undir framkvæmdasviði, skipulagsráð, sem fari með byggingar- og skipulagsmálin. Umhverfisráð undir framkvæmdasviði verði umhverfis- og dreifbýlisráð. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd B-lista: Varðandi fjölgun nefnda og ráða frá núverandi samþykktum leggur B-listinn til að ef ákveðið verður að setja menningarráð á laggirnar, sem skv. málefnasamningi meirihlutans á m.a. að fjalla um málefni Gamla skóla, verði þriggja manna vinnuhópur byggðaráðs um Gamla skóla sem er að störfum skv.erindisbréfi þar um lagður niður. Freyr Antonsson. Felix Rafn Felixson. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkti við síðari umræðu með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðaráðs fyldi bréf Innviðaráðuneytisins, dagsett þann 16. ágúst sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur samþykkt breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 og hefur samþykktin verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að afgreiðsla Stjórnartíðinda tekur almennt 10 virka daga. Miðað við það þá ætti Samþykktin að birtast um mánaðarmótin.



Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Málsnúmer 202208102Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 23. ágúst sl., þar sem meðfylgjandi er minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að tekið verður mið af ofangreindu minnisblaði við gerð forsenda Dalvíkurbyggðar 2023 og við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

11.Aukaþing SSNE

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 22. ágúst 2022, þar sem boðað er til aukaþings SSNE 23. september nk. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá þingsins sem verður haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum er hvatt til að mæta, enda verður góð kynning á starfsemi SSNE á þinginu sem væri gagnlegt að sem flest sveitarstjórnarfólk fái tækifæri til að taka þátt í.



Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:03.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs