Frá Þekkingarneti Þingeyinga; LOFTUM - Fræðsluáætlun um umhverfis- og loftslagsmál

Málsnúmer 202208066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1035. fundur - 25.08.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þekkingarneti Þingeyinga, dagsettur þann 15. ágúst sl., þar sem fram kemur að Þekkingarnet Þingeyinga og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fengu síðastliðinn vetur styrk til að vinna að Fræðsluáætlun varðandi umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) á árinu 2022.
Meginmarkmið verkefnisins er að efla staðbundna þekkingu á Norðurlandi eystra á umhverfismálum með framkvæmd ítarlegrar greiningar á fræðsluþörf á svæðinu um loftslags- og umhverfismál og gerð fræðsluáætlunar. Gerð fræðsluáætlunar um loftslagsmál er einmitt meðal áhersluatriða úr sóknaráætlun landshlutans. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki með fullbúinni fræðsluáætlun um umhverfis- og loftslagsmál í mars 2023 og SSNE og/eða sveitarfélögin á svæðinu geti hrint henni í framkvæmd í kjölfarið. Hluti verkefnisins er að leggja fræðslugreiningu fyrir starfsfólk sveitarfélaganna, kjörna fulltrúa og fulltrúa í fastanefndum sveitarfélaganna. Við óskum hér með eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um fyrirlögn fræðslugreiningar sem áætlað er að verði send út á rafrænu formi í september. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð útvegi tengilið frá sveitarfélaginu sem vinnuhópurinn getur haft samskipti við um framkvæmdina. Hlutverk tengiliðarins er að áframsenda fræðslugreininguna á alla starfsmenn sveitarfélagsins, kjörna fulltrúa og nefndafólk og senda út áminningar um svörun í allt að þrjú skipti. Jafnframt er óskað eftir ákveðnum upplýsingum um sveitarfélagið vegna úrvinnslu upplýsinga (s.s. svarhlutfall og mótun fræðsluáætlunar) að lokinni fyrirlögn fræðslugreiningarinnar.

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir þátttöku í verkefninu, tilefningu tengiliðar og umbeðnar upplýsingar eigi síðar en 26. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu, að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði tengiliður og að fjármála - og stjórnsýslusvið svari þeim spurningum sem fram koma í erindinu.