Atvinnumála- og kynningarráð

68. fundur 02. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20212022

Málsnúmer 202112093Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningaráði falið að vinna rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að vinna rökstuðning fyrir óbreyttum sérreglum byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022, á eyðublað frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samræmi við þær umræður sem sköpuðust á fundinum.

2.Atvinnulífskönnun 2021

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samanntekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri samantekt til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu, eftir því sem við á.


Tekið fyrir minnisblað frá þjónustu- og upplýsingafulltrúa varðandi þau atriði í Atvinnulífskönnuninni sem snúa að málefnum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Undanfarið hefur verið til kynningar fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand. Íbúafundur var haldinn þann 19. janúar sl. á Zoom.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnti stöðu málsins fyrir ráðinu.
Lagt fram til kynningar

4.Samningur um kynningarefni

Málsnúmer 202201131Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála í tengslum við samning við N4 um kynningarefni fyrir Dalvíkurbyggð
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fyrir ráðið fundargerð 33. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, sem haldinn var þann 12. janúar sl.
Lagt fram til kynningar

6.Heimsóknir í fyrirtæki 2019-2022

Málsnúmer 201901022Vakta málsnúmer

Til umræðu mögulegar heimsóknir í fyrirtæki á næstunni í ljósi þess að enn eru að greinast Covid-19 tilfelli í Dalvíkurbyggð.

Á 1013. fundi Byggðaráðs sem haldinn var 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra SSNE að kanna þörf og áhuga hjá einyrkjum að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um kaffifund sem áætlað er að halda miðvikudaginn 8. febrúar nk. í Bergi þar sem einyrkjum og einstaklingum í störfum án staðsetningar verður boðið til fundar til almennra umræðna. Þar verður meðal annars könnuð þörf og áhugi hjá þeim á að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir á næsta fundi ráðsins.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um kaffifund sem áætlað er að halda miðvikudaginn 8. febrúar nk. í Bergi þar sem einyrkjum og einstaklingum í störfum án staðsetningar verður boðið til fundar til almennra umræðna. Þar verður meðal annars könnuð þörf og áhugi hjá þeim á að leigja vinnuaðstöðu/skrifstofur í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi