Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20212022

Málsnúmer 202112093

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 67. fundur - 14.01.2022

Nú hefur úthlutun byggðakvóta átt sér stað fyrir sveitarfélagið. Óskað er eftir að sérreglur frá sveitarfélögum með breytingum, ef einhverjar eru, berist ráðuneytinu í síðasta lagi 21. janúar nk.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskveiðiári til ráðuneytisins.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 67. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Nú hefur úthlutun byggðakvóta átt sér stað fyrir sveitarfélagið. Óskað er eftir að sérreglur frá sveitarfélögum með breytingum, ef einhverjar eru, berist ráðuneytinu í síðasta lagi 21. janúar nk. Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskveiðiári til ráðuneytisins."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:54.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs um að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskiveiðiári til ráðuneytisins, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Atvinnumála- og kynningarráð - 68. fundur - 02.02.2022

Atvinnumála- og kynningaráði falið að vinna rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að vinna rökstuðning fyrir óbreyttum sérreglum byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022, á eyðublað frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samræmi við þær umræður sem sköpuðust á fundinum.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 342. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningaráði falið að vinna rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022. Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa, að vinna rökstuðning fyrir óbreyttum sérreglum byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022, á eyðublað frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samræmi við þær umræður sem sköpuðust á fundinum. "
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:54.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og fyrirliggjandi rökstuðning vegna umsóknar um óbreyttar sérreglur fyrir fiskveiðiárið 2021-2022 vegna úthlutunar á byggðakvóta. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.