Frístund er þjónusta sem stendur börnum í 1. – 4. bekk í Dalvíkurskóla til boða eftir að skóla lýkur að jafnaði frá kl. 13:25, til klukkan 16:15. Sótt er um frístund í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Frístund er staðsett í Dalvíkurskóla í frístundarstofu auk þess að við nýtum rými grunnskólans og útisvæði á starfstímum frístundar.
Frístund er sjálfstæð rekstrareining innan Dalvíkurbyggðar í umsjón Frístundafulltrúa – jona.gudbjorg@dalvikurbyggd.is
Starfstími Frístundar er skólaárið. Í jóla- og páskaleyfi er Frístund lokuð, það á einnig við um vetrarleyfi. Opið er á skipulags- og samráðsdögum Dalvíkurskóla.
Hlutverk Frístundar:
Í Frístund er unnið eftir gæðaviðmiðum frístundaheimila (Hlekkur). Meginhlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn er að bjóða upp á innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða öllum börnum þátttöku í faglegu frístundastarfi með það markmið að efla félagslega færni barnanna sem sækja frístund auk þess að efla vináttufærni, ábyrgðartilfinningu og sjálfstæði. Áhersla er lögð á frjálsan leik, skapandi verkefni og fjölbreytt viðfangefni. Frístund leggur sig fram við eflingu máls og læsis í íslensku málumhverfi með verkfærum Frístundalæsis (https://fristundalaesi.reykjavik.is/). Undanfarin ár hefur Frístund boðið upp á aðstoð við heimalestur og verður því haldið áfram í samstarfi við Dalvíkurskóla.
Almennt um starfið:
Opnunartími Frístundar er frá kl. 13:25 til 16:15, hverjum degi er skipt upp í útiveru, val og hressingu. Í vali gefst börnunum tækifæri að velja viðfangsefni sín og er mismunandi hvern dag hvað er í boði. Frístund nýtir sér skólastofur Dalvíkurskóla, matsal og útisvæði í starfi sínu.
Tími
Dagskrárliður
13:25 - 13:50
13:50 - 14:30
Val
14:30 – 15:00
Hressing
15:00 - 15:50
Val
15:50 – 16:15
Frágangur / klárum daginn úti að leika
Frístundafulltrúi: Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir jona.gudbjorg@dalvikurbyggd.is
Umsjónarmaður frístundar er: Málmfríður Sigurðardóttir
Aðrir starfsmenn: Hafdís Sverrisdóttir og Malgorzata (Gosia) Pierzga.
Símanúmer Frístundar er 867 4590
Netfang frístundar: fristund@dalvikurbyggd.is
Mikilvægt er að tilkynna leyfi eða veikindi til frístundar (símtal/ sms í 8674590 eða með tölvupóst)
Gjaldskrá:
Hver klukkustund er 455kr og síðdegishressing 312kr fyrir þau börn sem eru skráð til kl.14:30
Gera má ráð fyrir hækkun á gjaldskrá 1. september
Lágmarskdvöl er 10 klst. á mánuði.
Segja þarf upp vistun fyrir 15. hvers mánaðar og kemur hún þá til framkvæmda frá og með næstu mánaðarmótum.