Frístund

Frístund er heilsdagsskóli fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Dalvíkurskóla. Frístund er starfrækt í húsnæði Dalvíkurskóla.

Frístund er sjálfstæð rekstrareining undir Dalvíkurskóla.

Opnunartími Frístundar er  frá því að skólatíma lýkur, að jafnaði um kl. 13:25, til klukkan 16:15.  Vistunartíminn er sveigjanlegur.

Í Frístund er boðið uppá heimanámsaðstoð.

Starfstími Frístundar Dalvíkurskóla er skólaárið.  Í jóla- og páskaleyfi er Frístund lokuð, það á einnig við um vetrarleyfi. Hins vegar er starfsemi á svokölluðum skipulagsdögum.

Verð pr. klukkustund er 372 krónur (30% aflsáttur fyrir annað barn, ekkert er greitt fyrir þriðja barn) og 248  krónur fyrir kaffitíma og þarf að greiða hann ef barnið er lengur en til klukkan 14:30.

Greitt er fyrirfram  fyrir einn mánuð í senn. 

Lágmarskdvöl  er 10 klst. á mánuði.

Segja þarf upp vistun fyrir 15. hvers mánaðar og kemur hún þá til framkvæmda frá og með næstu mánaðarmótum.

 

Umsjónarmaður Frístundar er: Hafdís Sverrisdóttir hafdis@dalvikurbyggd.is  gsm. 6611747. 

Símanúmer Frístundar er 460 4590.

 

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni til umsjónarmanns það sem kann að hafa áhrif á líðan og hegðun barnanna, einnig ef um er að ræða sjúkdóma, ofnæmi o.fl. sem starfsfólk getur þurft að bregðast við.   

Einnig er mikilvægt að fyrir liggi heimild foreldra til að umsjónarmaður Frístundar geti fengið þær upplýsingar varðandi börnin hjá skólanum sem geta orðið að gagni.

 

Umsókn um Frístund skal skilað til ritara Dalvíkurskóla á þessu eyðublaði.        

Hér er hægt að nálgast stundatöflu fyrir starfið í Frístund veturinn 2020-21.