Kannanir

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð er eitt stærsta þjónustufyrirtækið í sveitarfélaginu. Þjónusta þess er margþætt og flókin, lögbundin og ekki lögbundin, og tekur til allra íbúa. Markmið sveitarfélagsins er að bjóða íbúum upp á eins góða þjónustu og mögulegt er miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni.

Þann 19. júní síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið en með einum eða öðrum hætti komu allir starfsmenn sveitarfélagsins að gerð hennar. En það er ekki nóg að vera með stefnu, það þarf að fylgja henni eftir og stöðugt að huga að því hvar má bæta þjónustuna og breyta henni til að hún þjóni sem best sínum tilgangi. Einn liður í því er að íbúar taki þátt í þeim könnunum sem sveitarfélagið leggur fram hverju sinni og komi þannig sínum skoðunum á framfæri. 

Hérna má sjá niðurstöðu úr þeim könnunum sem gerðar hafa verið hjá Dalvíkurbyggð

Þjónustukönnun: Umhverfis- og tæknisvið

Rafræn könnun vegna golfvallar í fyrirhuguðu deiliskipulagi í fólkvanginum í Böggvisstaðafjalli