Veitu- og hafnaráð

39. fundur 23. september 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 9:00

1.Fjárhags- og starfsáætlun 2016

Málsnúmer 201508034Vakta málsnúmer

Á undanförnum fundum hefur ráðið verið að fjalla um starfs- og fjárhagsáælun 2016 fyrir þá málaflokka sem eru á forræði ráðsins. Í starfsáætluninni er farið yfir ýmsa þætti starfsemi þeirra stofnanna sem hún tekur til og gefur greinagóða mynd að því gert hefur verið og fyrirhugað er að gera á næsta ári.

Allar stofnanirnar ná að halda ramma nema Hitaveita Dalvíkur, en henni hefur verið falið að standa undir kostnaði vegna gagnaveitu í dreifbýli sveitarfélagsins. Ráðið beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til þess þegar að afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hitaveitu Dalvíkur kemur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagað starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

2.Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015.

Málsnúmer 201504148Vakta málsnúmer

Á 746. fundi byggðarráðs var hafnað erindi þar sem óskað var eftir viðauka vegna dýpkun Dalvíkurhafnar. Í bókun byggðarráðs kemur fram að óheimilt sé að óska eftir viðauka sé kostnaðurinn þegar til fallinn og er vísað til 63. gr. sveitarstjórnarlaga 2. mgr.

Ennfremur óskar byggðaráð eftir að fá nýtt erindi vegna þessa.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu í samæmi við umræður á fundinum.

3.Vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016 - fasteignagjöld

Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer

Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi sem vísað var til ráðsins frá 744. fundi byggðarráðs. Á fundinum kynntu ráðsmenn sér erindið og var formlegri afgreiðslu erindisins frestað.
Byggðarráð hefur ákveðið að fá KPMG til að framkvæma úttekt á tekjum Dalvíkurbyggðar og þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitafélög. Að framansögðu þá frestar veitu- og hafnaráð afgreiðslu erindisins þangað til ráðið hefur kynnt sér þann samanburð.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs