Veitu- og hafnaráð

34. fundur 01. júlí 2015 kl. 10:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gestir sátu allan fundinn komu kl 10:10 og yfirgáfu hann 11:35.

1.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Sameiginlegur fundur með Umhverfisráði og Veitu- og hafnarráði vegna deiliskipulagstillögu Dalvíkurhafnar. Farið var yfir deiliskipulagstillögu Ágústar Hafsteinssonar arkitekts dags. 01.07.2015 ásamt tilheyrandi greinargerð. Í yfirferð sinni tíundaði Ágúst m.a. eftirfarandi atriði sem breyst höfðu frá fyrri tillögu:

1. Ný landfylling norðan við ferjubryggju L1.

2. Ný landfylling L2 um 70 - 80 m austan við Sandskeið með nýjum sjóvarnargarði.

3. Götustæði Sandskeiðs hliðrað til austurs og aðliggjandi lóðir stækka sem því nemur.

4. Ný landfylling norðan við Norðurgarð, L3.

5. Ný landfylling austan við Sæbraut og Promens, L4.

6. Ný flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju.

7. Ný viðlega fyrir smábáta í krikanum.

8. Götustæði syðst á Suðurgarði er hliðrað vegna nýrrar viðlegu.

9. Ný bílastæði á milli Sunnutúns og krikans.

10. Spennistöðvarlóð við Hafnarbraut 19B verði ekki færð að skólpdælustöð.

11. Ný lóð stofnuð við Sandskeið fyrir nyrðri verbúðina og fleiri byggingar.

12. Heimilt verði að flytja nyrðri verðbúðina á nýja lóð við Sandskeið.

13. Hugsanlegar breytingar á lóðum austan við Ránarbraut nr. 2 og 4.
1. Daginn fyrir fundinn hafði Freyr Antonsson hjá Arctic sea tours sem rekur hvalaskoðunar-fyrirtæki og hefur verið með aðstöðu á jarðhæð Hafnarbrautar 7 sent á fundarmenn tölvupóst. Í tölvupóstinum sagðist Freyr vera búinn að flytja aðstöðu sína yfir í Hafnarbraut 24 þar sem áður var N1 bensínstöðin. Freyr sagðist vera að láta hanna fyrir sig nýja aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta hans í höfninni. Freyr óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með gangi mála hvað varðar deiliskipulagsmál hafnarinnar og tengdra svæða. Freyr sagði að flestir gesta hans leggi nú bílum sínum við Hafnarbraut 24 og gangi svo niður að bátunum.2. Varðandi tillögu um nýja flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju þá gætu þær breytingar sem fram komu í tölvupósti Freys Antonssonar haft áhrif á þær fyrirætlanir um fyrrgreinda flotbryggju.3. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er lagt til að á landfyllingu L4 sem er austan við Sæbraut og Prómenslóðina verði svæðið neðan við Prómenslóðina skilgreint undir iðnað, en á svæðinu suður úr verði hafnsækin starfsemi.4. Lagt er til að lóð undir spennistöð við Hafnarbraut 19b verði óbreytt og ný lóð skv. tillögu frá árinu 2010 fyrir spennistöð við hlið skólpdælustöðvar verði felld út.5. Lagt er til að færa rútustæði frá krikanum og yfir á lóð nr. 19 við Hafnarbraut við hliðina á spennistöðinni.6. Rætt var um að mikilvægt sé að nýtt skipulag loki ekki á göngutengsl á milli hafnarsvæðis og miðbæjarins, auk þess þarf að sjá farþegum Grímseyjarferjunnar fyrir svæði nærri ferjubryggunni fyrir bílastæði. Af fyrrgreindum ástæðum var ákveðið að leggja til að notkunarskilgreiningu á lóð nr. 3 við Hafnarbraut verði breytt úr miðbæjar- og hafnsækinni starfsemi yfir í opið svæði með göngustíg uppá miðbæjarsvæðið.7. Mikil umræða var um tillögu að flutningi á nyrðri verbúðinni á nýja lóð sunnan við Sunnutún. Færð vou í meginatriðum tvenn rök fyrir flutningi á nyrðri verbúðinni. Annars vegar þau að núverandi staðsetning verbúðarinnar þrengir mjög að aðliggjandi gatnamótunum, en um þessi gatnamót eru að fara mjög fyrirferðarmikil farartæki. Hins vegar má segja að með flutningi á nyrðri verbúðinni á nýja lóð sunnan við Sunnutún sé verið að endurvekja upphaflega starfsemi hússins þ.e.a.s. smábátaútgerð ásamt starfsemi henni tengdri s.s. ferðaþjónustu. Smábátabryggjur voru áður staðsettar austan við verbúðirnar og höfðu sjómenn þar aðstöðu. En nú er öll aðstaða fyrir smábáta og þjónusta við ferðamenn staðsett á svæði frá olíubryggjunni og suður í krika. Það má einnig færa fyrir því ákveðin rök að með flutningi á verbúðinni séu meiri líkur á að húsið verði tekið í gegn og fært í sem upprunalegastan búning. Loks lögðu fundarmenn ríka áherslu á að einungis sé verið að gefa leyfi fyrir flutningi á þessa einu lóð, en ekki heimild á niðurrif verbúðarinnar.8. Sviðstjóra var falið að láta framkvæma úttekt á ástandi verbúðarinnar og hugsanlegum kostnaði við flutning hennar.Varðandi næstu skref í deiliskipulagsvinnunni þá lagði Pétur Sigurðsson formaður veitu- og hafnarráðs til að Umhverfisráð muni í samstarfi við skipulagshönnuð leggjast yfir framkomnar tillögur frá þessum fundi ásamt tillögum að breytingum á lóðum, lóðarstærðum og ýmsu því tengdu á skipulagsuppdrætti. Pétur lagði til að þeirri vinnu yrði lokið seinni part septembermánaðar, þannig að hægt sé að taka tillöguna fyrir í byrjun október n.k.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Pétur Sigurðsson Formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs