Veitu- og hafnaráð

1. fundur 08. mars 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri
Dagskrá
Þessi fundur er 1. fundur nýkjörins veitu- og hafnaráðs sem fer með málefni veitna og hafna.

1.Kynning á fyrirtækjum

Málsnúmer 201303109Vakta málsnúmer

Farið var yfir pp kynningu um B-hluta fyrirtæki sveitarfélagsins; Hitaveitu Dalvíkur, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Fráveitu Dalvíkurbyggðar og Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, en þau heyra undir veitu- og hafnaráð.
Samþykkt að á næsta fundi verði farið yfir reglugerðir og lög þessara málaflokka. Einnig að kynntir verði samningar og sjóðir sem eru á vegum veitnanna.

2.Fundur um atvinnutækifæri tengd höfnum

Málsnúmer 201301127Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi hafnastjórnar var samþykkti stjórnin að taka þátt í málþingi um viðskiptatækifæri tengd höfnum og var Freyr Antonsson kjörinn fulltrúi hafnastjórnar í undirbúningshóp ásamt upplýsingafulltrúa og sveitarstjóra.
Kynnt voru frumdrög að dagskrá og áherslum málþingsins.
Veitu- og hafnaráð kom með ábendingar um áherslur og framsögur. Samþykkt að beina því til undirbúningshóps að tímasetning málþingsins verði skoðuð betur m.t.t. atvinnulífsins. Einnig að aðstaða við hafnirnar verði samþætt öllum öðrum viðfangsefnum.

3.Strandsiglingar

Málsnúmer 201303114Vakta málsnúmer

Um tíma hefur legið fyrir að Innanríkisráðuneytið mundi bjóða út strandsiglingar. Nú hafa bæði Samskip og Eimskip boðað að þau hyggist hefja strandsiglingar með síðan beinni siglingu til útlanda.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fá uppgefinn kostnað við hönnun hafskipakants í Dalvíkurhöfn og jafnframt að fá frumhönnun á framkvæmdinni.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri