Sveitarstjórn

257. fundur 18. mars 2014 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 691, frá 20.02.2014.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 692, frá 06.03.2014.

3.Félagsmálaráð - 176, frá 11.03.2014.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 54, frá 04.03.2014.

5.Umhverfisráð - 248,frá 05.03.2014.

6.Ungmennaráð, 1. fundur frá 31.01.2014.

Málsnúmer 201402101Vakta málsnúmer

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með að fyrsti fundur ungmennaráðs hefur verið haldinn.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

7.Frá Gásakaupstað ses., Ósk um tilnefningu stjórnarmanns í stjórn Gásakaupstaðar ses.

Málsnúmer 201403079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gásakaupstað ses., bréf dagsett þann 7. mars 2014, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð tilefni nýjan fulltrúa í stjórn félagsins en núverandi fulltrúi, Hildur Ösp Gylfadóttir, hefur tilkynnt að hún láti af stjórnarsetu frá og með aðalfundi félagsins þann 27. mars n.k.

Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

8.Frá Guðnýju Rut Sverrisdóttur; Úrsögn úr kjörstjórn.

Málsnúmer 201403154Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðnýju Rut Sverrisdóttur, bréf dagsett þann 17.mars 2014, þar sem Guðný Rut óskar eftir lausn frá störfum úr Yfirkjörstjórn vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni og veitir Guðnýju Rut Sverrisdóttur lausn frá störfum úr Yfirkjörstjórn og þakkar henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

9.Kosningar í yfirkjörstjórn; aðalmaður og varamaður.

Málsnúmer 201403162Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður: Ingibjörg María Ingvadóttir, kt. 110369-3369, Dalbraut 14, 620. Dalvík.
Varamaður: Margrét Ásgeirsdóttir, kt. 271268-3439, Goðabraut 10, 620. Dalvík.

Ekki komu fram fleiri tillögur og eru því ofangreindar réttkjörnar sem aðalmaður og varamaður í yfirkjörstjórn.

10.Sveitarstjórn - 256, til kynningar.

Málsnúmer 1402004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs