Sveitarstjórn

245. fundur 19. mars 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Sveinn Torfason Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Varamaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Atvinnumálanefnd - 33, frá 13.03.2013.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 658, frá 28.02.2013.

3.Félagsmálaráð - 167, frá 26.02.2013.

4.Fræðsluráð - 171, frá 13.03.2013.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 44, frá 05.03.2013.

6.Umhverfisráð - 236, frá 06.03.2013.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 1, frá 08.03.2013.

8.Fundagerðir stjórnar Dalbæjar 2013; 1. 2. og 3. fundur ársins 2013.

Málsnúmer 201303148Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar.

9.Kosingar: a) Varamaður í íþrótta- og æskulýðsráð.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201303146Vakta málsnúmerTil máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram tillögu um að Guðmundur St. Jónsson verði varamaður i íþrótta- og æskulýðsráði í stað Sigurrósar Karlsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Sigurrós Karlsdóttir lausn frá störfum sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Guðmundur St. Jónsson réttkjörinn sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði.

10.Kosningar til Alþingis þann 27. apríl 2013.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201303147Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

a)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013, sbr. 10. gr. III, kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum.

Sveitarstjórn samþykkir að ein kjördeild verði í Dalvíkurbyggð og að hún verði í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

b)
Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

11.Bæjarstjórn - 244, til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Sveinn Torfason Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Varamaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs