Sveitarstjórn

253. fundur 17. desember 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson kom á fundinn kl. 16:24 þegar hafin var umfjöllun um fundargerð landbúnaðarráðs.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 684

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 685

3.Atvinnumálanefnd - 36

4.Fræðsluráð - 178

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 51

6.Landbúnaðarráð - 85

7.Menningarráð - 40

8.Umhverfisráð - 246

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 8

10.Fjárhagsáætlun 2013; viðauki.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201312009Vakta málsnúmer

Á 685. fundi byggðarráðs þann 12. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að viðaukum við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani.

Um er að ræða viðauka sem hafa verið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundum byggðarráðs, bæði í sérstökum erindum og í greinargerðum stjórnenda í stöðumötum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi varðandi ofangreint:
Að farið verði yfir beiðnir um viðauka í samræmi við umræður á fundinum, sérstaklega hvað varðar veitu- og hafnasvið.
Að verðbólga verði 3,7% í stað 4,1% í áætlunarlíkani.
Að Dalvíkurskóli fá heimild til þess að nota vænt aukaframlag frá Jöfnunarsjóði vegna skólaaksturs á móti beiðni um viðauka vegna veikindalauna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitastjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að nýju í samræmi við ofangreint sem fari til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar 17. desember n.k.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðauki við fjárhagsáætlun 2013 úr fjárhagsáætlunarlíkani.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta kr. 23.767.000 jákvætt.

Fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta kr. 165.969.000.

Lántaka samstæðu A- og B- hluta kr. 80.000.000.

Afborganir lána samstæðu A- og B- hluta kr. 128.138.000.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.
Óskar Óskarsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

11.Sveitarstjórn - 252, til kynningar.

Málsnúmer 1311013Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs