Menningarráð

103. fundur 21. maí 2024 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs. Hún sat undir liðum 1. - 6. Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, sat undir lið 7.

1.Endurskoðun á húsaleigusamningi vegna kaffihússins í Bergi

Málsnúmer 202402133Vakta málsnúmer

Endurskoðuð drög að húsaleigusamningi fyrir kaffihúsið Berg tekin til umfjöllunar.
Málinu frestað til næsta fundar.

2.Upplýsingar fyrir 80 ára lýðveldisafmælið

Málsnúmer 202405091Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir hvað ríkið ætlar að gera í tilefni að 80 ára lýðveldisafmælinu..
Lagt fram til kynningar

3.Samstarfsnet menningarfulltrúa sveitarfélaga SSNE

Málsnúmer 202405092Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti um samráðsvettvang menningarfulltrúa sveitarfélaga SSNE.
Lagt fram til kynningar

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál og bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Geymsla á munum úr Byggðasafni Hvoll

Málsnúmer 202405100Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

6.Beiðni um styrk vegna tónleika á Dalvík

Málsnúmer 202404042Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Tónsmiðjunni á Húsavík dags. 03.04.2024.
Styrkbeiðni hafnað með þremur atkvæðum. Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þau þurfi ekki að borga húsaleigu fyrir salinn í Bergi fyrir viðburð.
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, kom inn á fund kl. 09:30

7.Hátíðarhöld 17. júní 2024

Málsnúmer 202405090Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, upplýsir um hvernig staðið verður að hátíðarhöldum á 17. júní.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs