Fræðsluráð - 283, frá 16.08.2023

Málsnúmer 2308001F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Liður 2 er til afgreiðslu.
  • Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fer yfir stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar, fyrir upplýsingar er varða stöðuna á innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar. Margt er búið að gerast og er á réttri leið. Mikilvægt er fyrir fræðsluráð að fá mælanlega stöðu á verkefninu inn á fund fræðsluráðs með reglulegum hætti.
  • .2 202307014 Gjaldskrár 2024
    Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs, fór yfir gjaldskrár fyrir fjárhagsárið 2023. Sviðsstjóri óskar eftir hugmyndum er varðar gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2024. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði endurkoðunarhópur varðandi gjaldskrá 2024. Í honum sitja Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Gísli Bjrnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við starfshópinn.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti form á starfsáætlun hjá stofnunum fræðslusviðs. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, fyrir kynningu á starfsáætlunarformi.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varða vinnu við samninginn. Fræðsluráð - 283 Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á vinnu er varða samninginn við Heilsu- og Sálfræðiþjónustu.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fór yfir stöðuna á starfsmannamálum í leik- og grunnskólum fyrir skólaárið 2023 - 2024. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir upplýsingar er varða starfsmannamál í leik- og grunnskólum.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04 fyrir fjárhagsárið 2023. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferð á fjárhagsstöðu fyrir málaflokk 04.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir hvernig staðan er á þeim breytingum. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir kynningu á framvindu verkefnis "Breyttir starfshættir í grunnskóla.
  • .8 202308017 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 283