Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 972, frá 07.01.2021.

Málsnúmer 2101003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Fundargerðin er í 11 liðum.

Til afgreiðslu:
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður; heimild fyrir tímabundinni ráðningu.
5. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
  • Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 29. desember 2020, um ósk um framlengingu á ráðningu tímabundins skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisvið í allt að þrjá mánuði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 972 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og felur sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson situr hjá. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um heimild til sveitarstjóra að ráða áfram í tímabundið starf á umhverfis- og tæknisviði í 3 mánuði til viðbótar.