Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13.15. Ofangreind skipa vinnuhóp um leiksvæði og leikvelli sveitarfélagsins ásamt formanni umhverfis- og dreifbýlisráðs og formanni fræðsluráðs.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla vinnuhópsins. Tilgangur skýrslunnar er að veita yfirsýn yfir ástand leiktækja og leiksvæða, greina viðhaldsþörf og leggja fram tillögur um endurnýjun, lokun og framtíðarskipulag. Skýrslan byggir á vettvangsathugunum og samráð innan vinnuhópsins og er hugsuð sem stefnumótandi verkfæri fyrir kjörna fulltrúa og aðra sem koma að skipulagi og þróun leiksvæða í Dalvíkurbyggð.
Helga Íris og Gísli kynntu skýrslu vinnuhópsins.
Helga Íris vék af fundi kl. 13:25.