Aðalgata 3 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202508023

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Erindi dagsett 8.ágúst 2025 þar sem Trausti Þór Sigurðsson sækir um stækkun lóðar nr. 3 við Aðalgötu á Hauganesi. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Fyrir liggur samþykki framkvæmdasviðs við erindinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi til samræmis við endanlega uppmælingu lóðarinnar.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Mólands og Aðalgötu 1 og 5.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.