Ósk um leyfi til gróðursetningar á trjáplöntun norðan Hauganess

Málsnúmer 202506073

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 34. fundur - 15.08.2025

Tekið fyrir erindi frá Whales Hauganes ehf. dagsett 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir leyfi til gróðursetningar á allt að 4000 trjáplöntum norðan Hauganesvegar og neðan Brimnesvegar til kolefnisjöfnunar á starfsemi fyrirtækisins.
Plönturnar eru hugsaðar sem gjöf til sveitarfélagsins og verði í umsjá þess.
Umhverfis- og dreifbýlisráð setur sig ekki upp á móti framlögðu erindi en vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í Skipulagsráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.