Frá UOL-ráðuneytiðnu; Þáttaka í Evrópskri Samgönguviku

Málsnúmer 202505049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Tekið fyrir erindi frá Umhverfis-,orku- og loftlagsráðuneytinu, dagsett þann 8.maí sl., þar sem fram kemur að Evrópsk Samgönguvika er haldin dagana 16. - 22. september ár hvert og hafa borgir, bæir, fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi tekið þátt í þessu skemmtilega átaki frá árinu 2002. Markmið vikunnar er að kynna fyrir íbúum í þéttbýli fjölbreytta samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Þema samgönguviku árið 2025 er Samgöngur fyrir öll þar sem m.a. er horft til aðgengismála ólíkra hópa og innan sveitarfélaga. Aðrar áherslur, til að mynda skemmtilegir viðburðir eins og hjólaleiðsögn, samhjól og önnur skemmtileg nálgun á vistvænar samgöngur er þó ekki síður velkomin.Síðustu ár hafa sveitafélög og félagasamtök staðið fyrir ýmsum viðburðum í tengslum við vikuna til að vekja athygli á málefninu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþróttafulltrúa, upplýsingafulltrúa, aðgengisfulltrúa og skipulagsfulltrúa til skoðunar.