Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um launaviðauka v. 21400 og 21010 - uppgjör, afleysing og fleiri fundir

Málsnúmer 202209133

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. október 2022, þar sem óskað er eftir launaviðauka á deildir 21010 og 21400.
Varðandi deild 21010 þá er um að ræða hækkun að upphæð kr. 471.905 þar sem áætlað er að fundir sveitarstjórnar verði 13 á árinu í stað 11 vegna aukafunda sem haldnir hafa verið.
Varðandi deild 21400 er um að ræða lækkun/leiðrétting á viðauka nr. 14 vegna uppgjörs við fyrrvarandi sveitarstjóra og á móti hækkun á launakostnaði vegna afleysinga á fjármála- og stjórnsýslusviði. Breytingin er nettó kr. 15.843.

Heildarbreytingin er nettó kr. 487.748 -

Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka með öðrum hætti en lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 21010 hækki um kr. 471.905 og deild 21400 hækki um kr. 15.843. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. október 2022, þar sem óskað er eftir launaviðauka á deildir 21010 og 21400. Varðandi deild 21010 þá er um að ræða hækkun að upphæð kr. 471.905 þar sem áætlað er að fundir sveitarstjórnar verði 13 á árinu í stað 11 vegna aukafunda sem haldnir hafa verið. Varðandi deild 21400 er um að ræða lækkun/leiðrétting á viðauka nr. 14 vegna uppgjörs við fyrrvarandi sveitarstjóra og á móti hækkun á launakostnaði vegna afleysinga á fjármála- og stjórnsýslusviði. Breytingin er nettó kr. 15.843. Heildarbreytingin er nettó kr. 487.748 - Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka með öðrum hætti en lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 21010 hækki um kr. 471.905 og deild 21400 hækki um kr. 15.843. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 471.905 á deild 21010-laun og kr. 15.843 á deild 21400-laun. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt lækkun á handbæru fé.