Frá Guðmundi A. Sigurðssyni; Fjárhagsáætlun 2023 - Böggvisbraut 20

Málsnúmer 202206070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi A. Sigurðssyni og Þórey Tuliníus, dagsett þann 15. júní 2022, þar sem þau óska eftir að sveitarfélagið geri breytingar á gatnamótum Skógarhóla og Böggvisbrautar til að tryggja umferðaröryggi. Rétta þarf gatnamótin af þannig að þau séu til samræmis við önnur gatnamót í sveitarfélaginu, ekki í aflíðandi boga sem ýtir undir hraðakstur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Guðmundi A. Sigurðssyni, sem var móttekið dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umrædd athugasemd um breytingar á legu vegar á gatnamótum Skógarhóla og Böggvisbrautar til að tryggja umferðaröryggi kallar á breytingar á núgildandi deiliskipulagi. Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulagsráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.