Frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur; Fjárhagsáætlun 2023; ýmis verkefni

Málsnúmer 202206060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 19. júní 2022, þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum sem óskað er eftir að fari inn á fjárhagsáætlun 2023 í 7 liðum. Um er að ræða verkefni er snúa að leiktækjum, bekkjum og borðum, malbikun, stíga, umhirða og sláttur á opnu svæði og Baldurshagareitinn.
Byggðráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Fyrsta lið er snýr að því að setja leiktæki í Bögg til að auka aðdráttarafl hans fyrir börn er einnig vísað til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 19. júní 2022, þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum sem óskað er eftir að fari inn á fjárhagsáætlun 2023 í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar og verður haft til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 19 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til frekari úrvinnslu.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.