Frá Ævari Bóassyni; Fjárhagsáætlun 2023; Yfirborðsvatn og göngustígur yfir að Brekkuselsvegi

Málsnúmer 202206031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Ævari Bóassyni, rafpóstur dagsettur þann 8. júní 2022, er varðar vandamál með yfirborðsvatn við Hringtún 40 þar sem ekki er gangstétt við botnlangann á milli Hringtúns 40 og Hringtúns 38. Einnig kemur fram fyrirspurn um hvort það sé á áætlun að gera stíg yfir að Brekkuselsvegi fyrir gangandi og hjólandi fólk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Ævari Bóasyni, sem barst í tölvupósti dags 8 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreibýlisráð leggur til við framkvæmdasvið að horft verði til umræddra erinda í framkvæmdum við gangstéttargerð 2023 og horft til göngustígagerð í fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.