Verkefni Ungmennaráðs 2022

Málsnúmer 202203060

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 32. fundur - 11.03.2022

Farið var yfir helstu verkefni umgmennaráðs með nýjum fulltrúum ráðsins. Ráðið kýs Óskar Karel Snæþórsson sem formann ráðsins og Markús Mána sem varaformann.

Ungmennaráð - 35. fundur - 14.10.2022

Aðalmenn í ungmennaráði Magnús Rosazza og Markús Máni Pétursson hafa óskað eftir því að hætta í ungmennaráði, einnig hefur Óskar Karel Snæþórsson flutt úr sveitarfélaginu.
Lárus Anton Freysson,
Michal Oleszko og Fannar Nataphum Sigurbjörnsson varamenn taka þá sæti í ungmennaráði sem aðalmenn: Aðrir varamenn hafa flutt úr sveitarfélaginu.
Þá eru engir varamenn eftir og samþykkir ungmennaráð að haldið verði kosning um nýja varamenn sem sitja eitt ár. Kosning fer fram fimmtudaginn 20. október.
Ungmennaráð samþykkir að Lárus Anton verði formaður og Íssól Anna verði varaformaður.

Ungmennaráð - 36. fundur - 04.11.2022

Rætt um hvaða verkefni ungmennaráð sér fyrir sér að sinna.
Ráðið óskar eftir fundi með sviðsstjórum Dalvíkurbyggðar til að kynna sínar áherslur og minna á mikilvægi ráðsins. Einnig óskar ráðið eftir því að fá að koma inn á fund Byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að kynna áherslur og mikilvægi ráðsins.
Einnig ætlar ráðið að vera með kakó og piparkökur þegar jólasveinarnir mæta á svalirnar í kaupfélaginu í desember.

Ungmennaráð - 37. fundur - 16.12.2022

Undir þessum lið komu á fund ungmennaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eyrun Ingibjörg Sigþórsdóttir og Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Ungmennaráð hafði óskað eftir fundi með sviðsstjórun hjá Dalvíkurbyggð til að kynna og ræða verkefni ungmennaráðs í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Farið var yfir verkefni ungmennaráðs og rætt hvaða málum er hægt að vísa til ráðsins til umsagnar.
Ungmennaráð þakkar gestum fyrir komuna.
Eyrún Ingibjörg, Gísli Bjarnson og Bjarni viku af fundi kl. 16:20