Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Tekjujöfnunarframlag 2021

Málsnúmer 202111011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem fram kemur í frétt frá 1. nóvember sl. áætlun tekjujöfnunarframlags fyrir árið 2021. Framlag til Dalvíkurbyggðar er áætlað kr. -2.993.697.

Miðað er við meðaltekjur íbúa í sveitarfélögum með 300-11.999 íbúa eða 97% af þeim, kr. 760.626. Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Hámarkstekjur á hvern íbúa í Dalvíkurbyggð eru þannig áætlaðar kr. 757.199. Frávikið er því kr. 3.427 á hvern íbúa.
Lagt fram til kynningar.