Frá Sambandi íslenskra sveitaarfélaga; Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

Málsnúmer 202111006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 2. nóvember 2021, þar sem gert er grein fyrir boði frá Landsvernd um þátttöku sveitarfélaga landsins í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki. Þátttaka sveitarfélaganna yrði í boði frá janúar 2022. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og tekur a.m.k. 6 vikur. Námskeiðið snýr að því að hver þátttakandi skoði eigin lífstíl og meti til hvaða aðgerða hann geti gripið til að draga úr kolefnissporinu.
Byggðaráð samþykkir að ofangreint verði kynnt almennt fyrir starfsmönnum og kjörnum fulltrúum.