Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Beiðni um útkomuspá 2021 og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202110020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1000. fundur - 14.10.2021

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 11. október 2021, þar sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2021 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 sem er lögð fyrir sveitarstjórn í lok október skv. 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnalaga. Eftirlitsnefndin leggur ríka áherslu á að gerð sé útkomuspá fyrir árið 2021 sem grunnur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 líkt og kveður á um í 2. mgr. 62. gr. Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2022, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.