Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Bréf til allra sveitarfélaga vegna birtingar draga að breytingarreglugerð í Samráðsgátt

Málsnúmer 202110011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1000. fundur - 14.10.2021

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 6. október sl., þar sem fram kemur að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur nú til breytingu á útreikningi tekjujöfnunarframlaga. Drög að breytingum á núgildandi reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018 með áorðnum breytingum hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að 13. gr. verði breytt til samræmi við það sem fram kemur í bréfinu. Með breytingunni er ætlunin, auk annars, að fjölga þeim sveitarfélögum sem hljóta tekjujöfnunarframlag. Að mati Jöfnunarsjóðs myndi breytingin einnig leiða til frekari tekjujöfnunar sveitarfélaga. Opið er fyrir umsagnir þar til í lok dags miðvikudagsins 20. október nk.
Lagt fram til kynningar.