Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106124

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 1004. fundur - 04.11.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Bjarnason, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:35.

Til umræðu uppbygging og framtíðarsýn fyrir Framkvæmdasvið hvað varðar starfssemi, verkefni og starfsmannahald eftir þær skipulagsbreytingar sem gerðar voru í byrjun ársins.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:23.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir áframhaldandi umræðu á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð - 1005. fundur - 11.11.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs starfsmenn Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar; Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, Rúnar Þór Ingvason, hafnavörður/hafnsögumaður, Ari Trausti Ámundason, starfsmaður veitna, Elmar Örn Jónsson, starfsmaður veitna, Jón Þórir Baldvinsson, hafnavörður, Björn Björnsson, hafnavörður, Einar Ísfeld Steinarsson, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Kristján Guðmundsson, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, hafði ekki tök á að mæta.

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum tillaga að skipulagsbreytingu þannig að Umhverfis- og tæknisvið og Veitu- og hafnasvið var sameinað í eitt nýtt svið; Framkvæmdasvið. Meginmarkmið skipulagsbreytinganna er að auka skilvirkni í stjórnkerfinu, bæta þjónustu og samhæfa rekstur og starfsemi þeirra málaflokka er undir hið nýja svið heyra. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða á sama fundi skipurit fyrir Framkvæmdasvið og er það aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/skipurit/skipurit-framkvaemdasvids

Til umræðu ofangreint; uppbygging og framtíðarsýn Framkvæmdasviðs.

Starfsmenn Framkvæmdasviðs viku allir af fundi kl. 10:00.
Bjarni Daníel vék af fundi kl. 10:30.

Byggðaráð þakkar starfsmönnum Framkvæmdasviðs fyrir góðan fund og umræður.