Fjárhagsáætlun 2021; uppbygging og endurbætur á golfvelli

Málsnúmer 202009070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri dagsett 7. september 2020, þar sem raktar eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Arnarholtsvöll árin 2021-2024 ásamt kostnaðartölum. Til þess að geta farið í framkvæmdir og uppbyggingu á vellinum ásamt endurnýjun á vélakosti og byggingu á vélageymslu þá er óskað eftir auknu fjármagni frá Dalvíkurbyggð frá því sem var í þriggja ára áætlun 2021-2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Golfklúbburinn Hamar óskar eftir auknu fjármagni vegna framkvæmda og viðhalds á Arnarholtsvelli.
Stjórn hefur nú notið frekari ráðgjafar frá Edwin Roald til að skilgreina þau verkefni sem talin eru mest aðkallandi. Þessum verkefnum hefur hér verið raðað niður á fimm ár, sem áætlað er að þessi fyrsti áfangi endurgerðar vallarins taki í framkvæmd.
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í þær breytingar sem þarf að gera en óskar eftir frekari skýringum á ástæðu þess að kostnaður hækki. Ráðið vísar erindinu til heildarvinnu við áætlun næstu þriggja ára. Einnig verði það haft í huga að framkvæmdartími hugsanlega breytist í ljósi aðstæðna og óvissu í samfélaginu.