Fjárhagsáætlun 2021; Frá Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur; skólalóð við Árskógarskóla

Málsnúmer 202009063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, sem óskar eftir því að leikvellir við Árskógarskóla verði teknir í gegn og tæki sem séu úrelt verði endurnýjuð og þeim fjölgað. Einnig bendir hún á hættur á leiksvæði skólans og leikskólans í Árskógi sem þurfi að laga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og fræðsluráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Fræðsluráð - 252. fundur - 06.10.2020

Tekið fyrir erindi frá Ragnheiði Ýr vegna skólalóðar í Árskógarskóla dags. 07.09.2020 þar sem koma fram ábendingar um endurnýjun leiktækja og hættur á leiksvæði.
Búið er að koma ábendingum um hættu á leiksvæði til Eigna - og framkvæmdadeildar. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021.