Fjárhagsáætlun 2021; Girðingamál - Hafnsstaðakot - Ytra-Holt

Málsnúmer 202009058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 frá Berglindi og Magnúsi á Hrafnsstöðum er varðar ósk um þátttöku Dalvíkurbyggðar í girðingum á landamerkjum Hrafnsstaða við Dalvíkurbyggð og Ytra-Holt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til landbúnaðarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Landbúnaðarráð - 135. fundur - 24.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi erindi vísað til Landbúnaðarráðs.
Rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 frá Berglindi og Magnúsi á Hrafnsstöðum er varðar ósk um þátttöku Dalvíkurbyggðar í girðingum á landamerkjum Hrafnsstaða við Dalvíkurbyggð og Ytra-Holt.
Landbúnaðarráð leggur til að gert sé ráð fyrir að girðing milli Hrafnsstaða og Böggvisstaða/Fólkvangs verður endurnýjuð ef fjármagn fæst til verksins. Ráðið leggur áherslu á að ljúka samningargerð um leiguland Böggvisstaða.